The Guardian segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan raða AfD væru nægilega margar vísbendingar um að flokkurinn vinni gegn stjórnarskránni.
Með þessu heimilar dómurinn að flokkurinn sé flokkaður sem flokkur þar sem grunur leikur á að hægriöfgamennska eigi rætur. Það veitir leyniþjónustustofnunum heimild til að hlera samskipti flokksmanna og nota útsendara til að laumast inn í raðir flokksins.
Leiðtogar AfD reyndu að færa rök fyrir því að flokkurinn hefði tekið afstöðu gegn helstu öfgasinnunum með því að losa sig við harðlínuvæng undir forystu Bjoern Hoecke. Dómararnir sögðu að áberandi aðilar úr harðlínuvængnum hefðu enn „mikil áhrif“ innan flokksins.