fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Þýskur dómstóll segir að AfD ógni hugsanlega lýðræðinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. mars 2022 18:00

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur dómstóll úrskurðaði í vikunni að stjórnmálaflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) geti ógnað lýðræðinu í landinu. Með þessum úrskurði er opnað fyrir heimildir þýskra leyniþjónustustofnana til að njósna um flokkinn og félagsmenn og beita til þess ýmsum úrræðum.

The Guardian segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan raða AfD væru nægilega margar vísbendingar um að flokkurinn vinni gegn stjórnarskránni.

Með þessu heimilar dómurinn að flokkurinn sé flokkaður sem flokkur þar sem grunur leikur á að hægriöfgamennska eigi rætur. Það veitir leyniþjónustustofnunum heimild til að hlera samskipti flokksmanna og nota útsendara til að laumast inn í raðir flokksins.

Leiðtogar AfD reyndu að færa rök fyrir því að flokkurinn hefði tekið afstöðu gegn helstu öfgasinnunum með því að losa sig við harðlínuvæng undir forystu Bjoern Hoecke. Dómararnir sögðu að áberandi aðilar úr harðlínuvængnum hefðu enn „mikil áhrif“ innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda

Uppnám í Costco vegna Pokemon-spjalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum

Skotárás á skóla í Nashville í gær – Gerandinn talinn hægri öfgamaður með dálæti á nýnasistum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta