Gilbert lét þessi orð falla í viðtali við Sky News. Hún sagði að til þess að koma í veg fyrir hörmulegar afleiðingar næsta heimsfaraldurs verði viðbrögðin að vera betri.
Hún sagði að heimsbyggðin þurfi að vera betur undirbúin undir faraldur svo ekki þurfi að byrja á upphafsreit.
Ef tekist hefði að þróa bóluefni gegn COVID-19 á 100 dögum hefði bjargað milljónum mannslífa og gríðarlegum fjárhæðum.
Gilbert sagði að koma þurfi upp einhverskonar „bókasafni“ bóluefna gegn þeim veirutegundum sem mest hætta stafar af. Það þýði að í upphafi verði 10 bóluefni, með breiða virkni, til reiðu. Út frá þeim sé síðan hægt að þróa bóluefni gegn ákveðnum veirum.