Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöður að bjartsýnt fólk bregðist við álagsvaldandi atburðum á svipaðan hátt og þeir sem eru svartsýnni og jafni sig af þeim á svipaðan hátt. Munurinn sé að bjartsýna fólkið komi betur út úr þessu tilfinningalega því það glími við færir álagsvaldandi atburði í hinu daglega lífi.
Dr Lewina Lee, hjá Veterans Affairs Boston Healthcare System og prófessor við Boston University, vann að rannsókninni með samstarfsfólki sínu. Þau greindu upplýsingar um 233 karla sem höfðu skráð upplýsingar um skap sitt og álagsvaldandi aðstæður í dagbækur á árunum 2002 til 2010.