Það að borða tvo banana á dag lækkar blóðþrýstinginn og ætti að geta komið honum í eðlilegt horf ef hann er of hár. Ástæðan er að það er mikið af kalíum í þeim.
Bananar geta einnig dregið úr þyngd því þeir innihalda mikið af trefjum og valda því mettunartilfinningu lengur en margar aðrar fæðutegundir. Þeir innihalda einnig sterkju sem dregur úr matarlyst.
Bananar auka einnig næmi líkamans fyrir insúlíni en það skiptir miklu máli því ef frumurnar eru ekki næmar fyrir insúlíni geta þær ekki tekið glúkósa upp og þá finnur þú fyrir hungri.
Bananar draga einnig úr líkunum á blóðleysi en járnskortur veldur því. Blóðleysi veldur síðan þreytu. Bananar innihalda mikið af járni og örva því myndun rauðra blóðkorna. Þeir innihalda einnig B6 vítamín sem heldur jafnvægi á magni glúkósa í blóðinu.
Þeir innihalda efnið tryptophan en það framleiðir serótónín sem er kannski betur þekkt sem hamingjuhormónið. Það bætir skapið og dregur úr stressi að því er segir á vef bedrelivsstil.dk.