fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar tvo banana daglega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bananar eru einn vinsælasti ávöxtur heims. Þeir bragðast vel (að flestra mati) og eru líka bráðhollir. Það fylgja því ýmsir kostir að borða tvo banana á dag og er kannski ekki úr vegi að prófa það um hríð til að sjá hvernig líkaminn bregst við.

Það að borða tvo banana á dag lækkar blóðþrýstinginn og ætti að geta komið honum í eðlilegt horf ef hann er of hár. Ástæðan er að það er mikið af kalíum í þeim.

Bananar geta einnig dregið úr þyngd því þeir innihalda mikið af trefjum og valda því mettunartilfinningu lengur en margar aðrar fæðutegundir. Þeir innihalda einnig sterkju sem dregur úr matarlyst.

Bananar auka einnig næmi líkamans fyrir insúlíni en það skiptir miklu máli því ef frumurnar eru ekki næmar fyrir insúlíni geta þær ekki tekið glúkósa upp og þá finnur þú fyrir hungri.

Bananar draga einnig úr líkunum á blóðleysi en járnskortur veldur því. Blóðleysi veldur síðan þreytu. Bananar innihalda mikið af járni og örva því myndun rauðra blóðkorna. Þeir innihalda einnig B6 vítamín sem heldur jafnvægi á magni glúkósa í blóðinu.

Þeir innihalda efnið tryptophan en það framleiðir serótónín sem er kannski betur þekkt sem hamingjuhormónið. Það bætir skapið og dregur úr stressi að því er segir á vef bedrelivsstil.dk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn