CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið þáverandi forseti, Ulysses S. Grant, sem hafi staðfest lög sem var ætlað að vernda dýralíf og náttúruna í Yellowstone og var Yellowstone gert að þjóðgarði.
Yellowstone varð þar með fyrsti þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum og raunar heiminum öllum. Í dag eru um 4.000 þjóðgarðar í heiminum og eru þeir allir friðuðu náttúruverndarsvæði þar sem plöntu- og dýralíf nýtur verndar.
Í kjölfar þess að Yellowstone var gert að þjóðgarði fór boltinn að rúlla og 1890 voru Sequoia og Yosemite í Kaliforníu gerð að þjóðgörðum. Í dag eru 63 þjóðgarðar í Bandaríkjunum.
Yellowstone þjóðgarðurinn nær yfir tæplega 9.000 ferkílómetra. 96% eru í Wyoming en restin í Montana og Idaho. Nafn þjóðgarðsins er dregið af nafni Yellowstone River sem rennur í gegnum þjóðgarðinn.