fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

150 ár frá stofnun fyrsta þjóðgarðsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 18:00

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var því fagnað að 150 voru liðin frá því að Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum var útnefndur sem fyrsti þjóðgarður heims.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið þáverandi forseti, Ulysses S. Grant, sem hafi staðfest lög sem var ætlað að vernda dýralíf og náttúruna í Yellowstone og var Yellowstone gert að þjóðgarði.

Yellowstone varð þar með fyrsti þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum og raunar heiminum öllum. Í dag eru um 4.000 þjóðgarðar í heiminum og eru þeir allir friðuðu náttúruverndarsvæði þar sem plöntu- og dýralíf nýtur verndar.

Í kjölfar þess að Yellowstone var gert að þjóðgarði fór boltinn að rúlla og 1890 voru Sequoia og Yosemite í Kaliforníu gerð að þjóðgörðum. Í dag eru 63 þjóðgarðar í Bandaríkjunum.

Yellowstone þjóðgarðurinn nær yfir tæplega 9.000 ferkílómetra. 96% eru í Wyoming en restin í Montana og Idaho. Nafn þjóðgarðsins er dregið af nafni Yellowstone River sem rennur í gegnum þjóðgarðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband