Robert Habeck, leiðtogi Græningja, sagði að hentistefnan verði að sigra að þessu sinni.
Á miðvikudaginn heimilaði ríkisstjórnin að hluti af varabirgðum landsins af olíu verði settar á markað og að 1,5 milljarðar evra verði notaðir til kaupa á gasi frá öðrum en Rússum. Einnig sagði ríkisstjórnin að hún sé reiðubúin til að heimila notkun kola lengur en áður hafði verið áætlað til að losa landið úr greipum rússnesks gass. Deutschlandfunk skýrði frá þessu.
„Hentistefnan verður að sigra fyrri pólitískar ákvarðanir. Það verður að tryggja birgðaöryggi. Í vafatilfellum er öryggið mikilvægara en náttúruvernd,“ sagði Robert Habeck, formaður Græningja og atvinnumálaráðherra.
Græningjar hafa árum saman barist fyrir lokun kolaorkuvera í Þýskalandi.
Þjóðverjar hafa fram að þessu keypt 38% af því gasi sem þeir nota frá Rússlandi.