Fyrsta látna barnið, sem yfirvöld hafa nafngreint, er Polina frá Kyiv sem var í fjórða bekk.
Sky News segir að samkvæmt Facebookfærslu Volodymyr Bondarenko, varaborgarstjóra í Kyiv, hafi Polina og foreldrar hennar verið skotin til bana af „rússneskum spellvirkjum“ (úkraínsk stjórnvöld tala oft um innrásarherinn sem spellvirkja og hernámslið) þar sem þau voru á ferð í bifreið. Bróðir Polina særðist og liggur á Okhmatdyt barnaspítalanum og systir hennar er á gjörgæsludeild annars sjúkrahúss.