fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Byggingaverkamenn gerðu óvænta uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 07:30

Unnið við uppgröft á svæðinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur byggingaverkamanna gerði óvænta uppgötvun nýlega þegar þeir hófust handa við byggingu nýs húss nærri ströndinni á norðurhluta Gaza. Þeir komu niður á rústir kirkjugarðs en þær eru taldar vera frá því á dögum Rómarveldis og rúmlega 2000 ára gamlar.

Um leið og byggingaverkamennirnir áttuðu sig á að þeir höfðu fundið fornleifar hættu þeir vinnu og gerðu yfirvöldum viðvart.

Hópur franskra fornleifafræðinga er nú kominn á staðinn til að rannsaka hann. Þeir gátu nær samstundis slegið því föstu að um kirkjugarð frá dögum Rómarveldis sé að ræða.

Þeir hafa fundið um 20 rómverskar grafir en reikna með að hafa fundið um 80 þegar þeir hafa lokið rannsókn sinni. Tvær grafir hafa verið opnaðar. Í annarri þeirra voru leifar af beinagrind og nokkrar leirkrukkur.

Grafirnar eru skreyttar og segja fornleifafræðingarnir að það bendi til að háttsett og valdamikið fólk hafi verið grafið í garðinum.

Á Gaza er mikið af fornleifum en svæðið var mikilvægur vettvangur viðskipta hjá mörgum samfélögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband