Fulltrúar Netflix kærðu þjófnaðinn til lögreglunnar en verðmæti þýfisins er að sögn Netflix 150.000 pund en það svarar til um 25 milljóna íslenskra króna.
BBC segir að talið sé að þjófarnir hafi tekið um 200 muni, þar á meðal skartgripi, fornmuni og ekki síst Fabergé-egg sem er raunar eftirlíking af slíku eggi sem hefur verið í eigu bresku konungsfjölskyldunnar síðan 1933.