fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Ný og hrollvekjandi kenning um hvarf flugs MH-370

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 05:54

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir átta árum hvarf flug MH-370 frá Malaysian Airlines á dularfullan hátt þegar vélin var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Enn hefur ekkert verið staðfest um örlög vélarinnar nema hvað gengið er út frá því að hún hafi farist og með henni allir þeir 239 sem um borð voru. Nú hefur sérfræðingur sett fram nýja kenningu um hvarf flugvélarinnar og er óhætt að segja að hún sé hrollvekjandi.

Það var þann 8. mars 2014 sem vélin hvarf með öllum 239 farþegum og áhafnarmeðlimum innanborðs. Talið er að vélin hafi hrapað í sjóinn um 2.000 kílómetra frá vesturströnd Ástralíu. Þar, og raunar víðar, hefur verið leitað að flaki vélarinnar en án árangurs.  Smávegis brak úr henni hefur rekið á land á nokkrum stöðum og er það það eina sem hefur fundist af henni.

Breski flugvélaverkfræðingur Richard Godfrey hefur fylgst vel með málinu frá upphafi og nú hefur hann sett fram nýja kenningu um örlög vélarinnar. News.com.au skýrir frá þessu.

Hann hefur rannsakað þær óreglulegu merkjasendingar sem bárust frá vélinni nóttina sem hún hvarf. Hann segir að á grundvelli þessarar rannsóknir þurfi að gera nýja leit að vélinni sem hann telur að sé einhvers staðar á um 300 ferkílómetra stóru hafsvæði. Áður hefur verið leitað á hluta af þessu svæði en ekki á hinum hlutanum.

Godfrey telur sig hafa gert nýja og hræðilega uppgötvun um flugleið vélarinnar. Hann telur að henni hafi ekki verið flogið beint heldur hafi henni margoft verið beygt um 360 gráður yfir Indlandshafi, svona eins og flugmenn gera þegar þeir bíða eftir að komast inn til lendingar á flugvöllum þar sem mikil flugumferð er.

Með þessu sáir hann efasemdum um kenninguna um að flugmennirnir, áhöfnin og farþegarnir hafi misst meðvitund og flugvélin síðan hrapað. „Kannski var flugstjórinn í samskiptum við ríkisstjórnina í Malasíu, hugsanlega var hann að kanna hvort önnur flugvél elti flugvélina hans eða kannski vildi hann bara taka sér tíma til að ákveða sig,“ segir Godfrey og kyndir þar með undir kenningu um að flugstjórinn hafi viljandi látið flugvélina hrapa.

Þegar Peter Foley, forstjóri áströlsku samgöngustofunnar og stjórnandi leitarinnar að flugi MH-370, var spurður að því í fréttaþættinum 60 mínútum hvort það væri líklegt að flugstjórinn hafi staðið á bak við þetta og þannig framið fjöldamorð sagði hann það alls ekki útilokað. Hann sagðist telja að kenning Godfrey geti vel veitt ástæðu til að leita enn einu sinni að vélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“