Volodimír Zelenskí, forsti Úkraínu, hefur slitið diplótískum tengslum Úkraínumanna við Rússland, en um viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu er að ræða.
Zelenskí tilkynnti þessa ákvörðun í myndskeiði. Diplótískum tengslum milli ríkjanna tveggja var komið á eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 og hafa aldrei verið slitin fyrr en nú.
Zelensky birti einnig færslu á Twitter laust eftir klukkan tíu í morgun þar sem hann líkti árás Rússa á Úkraínu í morgun við aðgerðir Þýskaldans í seinni heimssstyrjöldinni.
„Rússar réðust sviksamlega inn í ríkið okkar í morgun líkt og Þýskaland nasista gerði á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Frá með deginum í dag eru lönd okkar á sitt hvorum megin í heimssögunni. Rússar hafa lagt upp í vegferð illsku en Úkraína mun verja sig og mun ekki láta af hendi sjálfstæði sitt sama hvað Moskva [Höfuðborg Rússlands] segir.“