Aðrir vísindamenn voru fullir efasemda og hafa frekari rannsóknir á loftsteininum í gegnum tíðina afsannað þessa niðurstöðu frá 1996. Nú nýlega voru það vísindamenn, undir forystu Andrew Steele hjá Carnegie Institution for Science‘s, sem komust að þeirri niðurstöðu að niðurstöður rannsóknarinnar frá 1996 séu rangar. The Guardian skýrir frá þessu.
Lítil sýni úr loftsteininum sýna að þessi kolefnisríku efnasambönd eiga rætur að rekja til vatns, líklega salts eða brimsalts, sem hafi flætt yfir steininn fyrir löngu síðan sagði Steele. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Science journal.
Á þeim tíma þegar Mars var blaut pláneta hafa að minnsta kosti tveir loftsteinar skollið niður nærri þessum steini og þegar sá þriðji skall niður skaust umræddur loftsteinn út í geim og ferðaðist um sólkerfið þar til hann lenti hér á jörðinni. Hann fannst á Suðurskautinu 1984.
Steele og félagar segja að þegar vatn hafi flætt um steininn á Mars hafi það myndað pínulitlar klessur af kolefni í honum og er það enn til staðar í honum. Þetta getur einnig gerst hér á jörðinni og þetta getur skýrt af hverju metan er í andrúmsloftinu á Mars.
En Kathie Thomas-Keprta og Simon Clemett, sem tóku þátt í rannsókninni 1996, eru þessu ósammála og segja niðurstöður nýju rannsóknarinnar valda „vonbrigðum“ og segjast standa við niðurstöður rannsóknarinnar frá 1996.