fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn á loftsteini frá Mars afsannar kenningu um líf á plánetunni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 21:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda áratugnum fannst fjögurra milljarða ára gamall loftsteinn frá Mars hér á jörðinni. Rannsókn vísindamanna, undir forystu vísindamanna hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, á loftsteininum árið 1996 leiddi í ljós að lífræn efnasambönd voru í honum og töldu vísindamennirnir það sönnun þess að lífverur hefðu skilið þau eftir.

Aðrir vísindamenn voru fullir efasemda og hafa frekari rannsóknir á loftsteininum í gegnum tíðina afsannað þessa niðurstöðu frá 1996. Nú nýlega voru það vísindamenn, undir forystu Andrew Steele hjá Carnegie Institution for Science‘s, sem komust að þeirri niðurstöðu að niðurstöður rannsóknarinnar frá 1996 séu rangar. The Guardian skýrir frá þessu.

Lítil sýni úr loftsteininum sýna að þessi kolefnisríku efnasambönd eiga rætur að rekja til vatns, líklega salts eða brimsalts, sem hafi flætt yfir steininn fyrir löngu síðan sagði Steele. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Science journal.

Á þeim tíma þegar Mars var blaut pláneta hafa að minnsta kosti tveir loftsteinar skollið niður nærri þessum steini og þegar sá þriðji skall niður skaust umræddur loftsteinn út í geim og ferðaðist um sólkerfið þar til hann lenti hér á jörðinni. Hann fannst á Suðurskautinu 1984.

Steele og félagar segja að þegar vatn hafi flætt um steininn á Mars hafi það myndað pínulitlar klessur af kolefni í honum og er það enn til staðar í honum. Þetta getur einnig gerst hér á jörðinni og þetta getur skýrt af hverju metan er í andrúmsloftinu á Mars.

En Kathie Thomas-Keprta og Simon Clemett, sem tóku þátt í rannsókninni 1996, eru þessu ósammála og segja niðurstöður nýju rannsóknarinnar valda „vonbrigðum“ og segjast standa við niðurstöður rannsóknarinnar frá 1996.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn