Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem vísindamenn tengdu saman spár um loftslagsbreytingarnar og upplýsingar um jarðveg á ýmsum svæðum til að gera reiknilíkan af hvernig ræktunarstaðan verður árið 2050. Rannsóknin leiddi í ljós að á öllum kaffiræktarsvæðum munu ræktunarskilyrðin fara versnandi, þar á meðal í Brasilíu, Víetnam, Indónesíu og Kólumbíu.
Hvað varðar ræktun kasjúhneta þá verða ræktunarsvæði í löndum á borð við Indland, Fílabeinsströndina og Benín ekki eins sjálfbær og áður og það sama á við um ræktunarsvæði lárpera í Perú og Indónesíu meðal annars.
Á móti kemur að ný ræktunarsvæði geta orðið til hærra yfir sjávarmáli samfara hlýnun og á öðrum breiddargráðum. Þar gætu Bandaríkin, Argentína, Kína og ríki í austanverðri Afríku komið sterk inn. The Guardian skýrir frá þessu.