Í viðtali við Interview Magazine skýrir hún frá hvernig það hafi verið að skipta úr klámmyndaleik yfir í „Euphoria“ en hún hafði leikið í klámmyndum frá 2018.
„Ég var alltaf mjög fagmannleg þegar ég lék í klámmyndum. Það var ekki í fyrsta sinn sem ég var fyrir framan myndavélar þegar ég lék í þáttaröðinni. Ég vissi hvað ég var að gera, ég vissi hvernig á að hlusta á leikstjórann og hvernig maður vinnur úr leiðbeiningum hans. Það tók mig ekki langan tíma að verða góð í þessu,“ sagði hún meðal annars.
Hún sagði að stærsti munurinn á klámi og sjónvarpsþáttunum sé hvernig hún sé dæmd. „Í klámi er enginn sem dæmir leik þinn en það er gert í sjónvarpi. Þegar þú leikur í sjónvarpsþáttum þá er hægt að taka atriðin margoft upp. Í klámi er ekki hægt að gera það svo oft því þú þarft jú að stunda kynlíf,“ sagði hún.
Cherry var beðin um að senda upptöku af sjálfri sér til Sam Levinson, sem leikstýrði „Euphoria“ eftir að hann sá hana á Instagram.
Hún sagði að áhorfendur megi eiga von á að sjá hana í fleiri hlutverkum í framtíðinni. „Ég vil gjarnan sjá hvað ég get. Það eru engin takmörk á því sem ég vil prófa,“ sagði hún.