Skýrslan var unnin fyrir náttúruverndarsamtökin WWF. Í henni er varað við því að um næstu aldamót verði magn örplasts á fimm milljóna ferkílómetra hafsvæði komið yfir hættumörk. En ekki nóg með það því magn örplasts í höfunum gæti hafa fimmtíufaldast fyrir lok aldarinnar.
Örplast getur haft mikil áhrif á fjölda lífvera og meira að segja minnstu svif geta étið þessar öragnir og auðvitað stærstu hvalirnir. Plastið getur því komist inn í alla fæðukeðjuna.
Í skýrslunni er bent á að örplast hafi áhrif á 2.144 dýrategundir og að áhrifin séu mjög mismunandi á milli tegunda. Sumar geta auðveldlega melt það en hjá öðrum veldur það bólgum, hamlar vexti og dregur úr frjósemi þeirra.
Fram kemur að ekki sé hægt að snúa þessari þróun við því ekki sé hægt að fjarlæga örplast og annað plast, sem nú þegar er komið í heimshöfin, úr því. Það sé hægt að fjarlægja plast af ströndum og úr sjónum nærri landi en lengra úti sé það ekki hægt. Mikið af því sekkur til botns eða berst til fjarlægra stranda.