fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

„Þegar maður er 14 ára á maður ekki að liggja uppi í rúmi með getnaðarlim fimmtugs manns í munninum“ – Frásögn hennar átti þátt í lagabreytingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 05:56

Vanessa Springora. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður er 14 ára er það ekki meiningin að fimmtugur maður bíði eftir þér fyrir utan skólann. Þú átt ekki að gista á hóteli með honum. Þú átt heldur ekki að liggja upp í rúmi með getnaðarlim hans í munninum um hádegisbil.“

Þetta segir í bókinni „Le consentement“ eftir Vanessa Springora. Bókin lagði grundvöllinn að lagabreytingu í Frakklandi varðandi kynferðisofbeldi.

Þegar Vanessa var 13 ára skildu foreldrar hennar eftir langvarandi hjónabandserfiðleika. Vanessa var óörugg glímdi við ýmis vandamál tengd unglingsárunum. Þegar móðir hennar tók hana með sér í kvöldverðarboð hitti hún Gabriel Matzneff sem var 49 ára. Hann var þekktur rithöfundur og þekktur fyrir áhuga sinn á ungum stúlkum og piltum. Í einni bóka sinna hafði hann skrifað um ferðir sínar til Filippseyja þar sem hann hafði stundað kynlíf með fjölda ungra pilta. Í greininni „Les moins de 16 ans“ (Yngri en 16 ára) hélt hann því fram að fullorðið fólk gæti kennt ungmennum list ástarinnar, þjálfað það í kynlífi. „Þegar þú hefur verið með 13 ára pilt, 15 ára stúlku í örmum þínum og kysst og látið vel að þá finnst þér allt annað leiðinlegt, þungt, óáhugavert,“ skrifaði hann meðal annars.

Norska ríkisútvarpið ræddi nýlega við Vanessa um bók hennar og eitt og annað henni tengt. Hún sagði að hún hafi orðið nýja verkefni Gabriel. Hann hafi beðið eftir henni fyrir utan skólann, talað við hana eins og hún væri fullorðin. Hann hafi tekið hana undir sína vængi og upp í rúm. Hún sagðist hafa tekið eftir því þegar þau hittust í fyrsta sinn að hann sá hana: „Augnaráð hans var ekki eins og venjulegt augnaráð fullorðins. Þetta var karlmannlegt augnaráð, löngun.“

Í bókinni lýsir hún því hvernig hún festist í því sem hún kallar ástarsögu.

Hún hefur verið sögð hafa svipt hulunni af menningu sem ríkti í Frakklandi á áttunda, níunda og tíunda áratugnum. Þá var krafa um kynfrelsi fyrirferðarmikil í kjölfar ´68 byltingarinnar. Þetta var einnig uppgjör við kristilega sýn á kynlíf sem hafði verið ráðandi fram að þessu.

Vanessa sagðist telja að samfélagið hafi verið umburðarlyndara gagnvart málum af þessu tagi á þessum tíma því ekki hafi verið algengt að stór barnaníðingsmál kæmu upp. „Í dag er allt önnur sýn á barnaníð í Frakklandi“, sagði hún.

Fólkið, sem hún umgekkst og þekkti, vissi af sambandi hennar og Gabriel, þar á meðal móðir hennar, skólafélagar og margir fullorðnir. „Í vinahópi móður minnar var enginn hneykslaður. Í listamannasamfélaginu var þetta næstum talið eðlilegt. Næstum eins og listamenn ættu rétt á þessu, rétt til að vera hafnir yfir lög,“ sagði Vanessa.

Þetta var þó ekki skoðun allra og Gabriel var kærður til lögreglunnar en samt sem áður stóð samband þeirra yfir í tæp tvö ár.

Gabriel skýrði frá sambandinu í bókum sínum og því er það þekkt en Vanessa vildi segja sína hlið málsins í bók sinni.

Í apríl á síðasta ára samþykkti franska þingið ný lög sem eiga að vernda ungmenni gegn kynferðisofbeldi af þessu tagi. Vanessa sagðist hafa uppgötvað að nokkrir þingmenn hafi vitað af bókinni og að í lagafrumvarpinu séu beinar tilvitnanir í hana.

Samkvæmt lögunum er nú refsivert að stunda kynlíf með börnum yngri en 15 ára og flokkast það nú sem nauðgun og varðar allt að 20 ára fangelsi. Í lögunum er sérstakt ákvæði, sem hefur verið nefnt Rómeó og Júlíu ákvæðið, en samkvæmt því liggur ekki refsing við kynlífi með börnum yngri en 15 ára ef minna en 5 ára aldursmunur er á þeim sem kynlífið stunda.  „Ég er mjög stolt af að hafa lagt mitt af mörkum í þessu,“ sagði hún í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði