Aftonbladet segir að dökkur bíll hafi sést yfirgefa vettvang strax eftir að skotunum var hleypt af en TT segir að minnst 10 skotum hafi verið hleypt af.
Lögreglan hóf strax umfangsmikla vettvangsrannsókn og klukkan tvö var einn handtekinn vegna málsins.
Fyrr um kvöldið var maður skotinn í Farsta í suðurhluta Stokkhólms. Þar var maður á þrítugsaldri skotinn í fótlegg. Enginn hefur verið handtekinn vegna þess máls. Lögreglan rannsakar hvort tengsl séu á milli málanna.