Á Facebooksíðu pöbbsins segir Christo Tofalli, eigandi hans, að hann og starfsfólkið hafi gert allt sem það gat til að bjarga rekstrinum en það hafi ekki borið árangur. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður áður en heimsfaraldurinn skall á en sóttvarnaaðgerðir með tilheyrandi lokunum hafi gert útslagið. CNN skýrir frá þessu.
Pöbbinn komst í Heimsmetabók Guinness árið 2000 sem elsti pöbbinn á Englandi en metið var síðar afturkallað því það eru margir pöbbar í Bretlandi sem gera kröfu til þessa mets og gat starfsfólk Guiness ekki slegið því föstu hversu gamall pöbbinn er.
CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá eigendum Ye Olde Fighting Cocks hafi hann verið starfræktur síðan árið 793. Ef það er rétt eru það heil 1229 ár og geri aðrir betur.