Meðal helstu skotmarka í Bretlandi á síðasta ári voru háskólar og skólar en fyrirtæki, góðgerðasamtök, lögfræðistofur, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld voru einnig vinsæl skotmörk. Árásirnar snúast um að komast inn í tölvukerfin, loka fyrir aðgang að gögnum og krefjast „lausnargjalds“.
Stór hluti tölvuþrjóta er frá Rússlandi eða rússneskumælandi. Vesturlönd hafa lengi sakað rússnesk yfirvöld um að loka augunum fyrir þessu vandamáli.
Í úttektinni kemur ekki fram hversu margar tölvuárásir voru gerðar á síðasta ári en breska njósnastofnunin GCHQ sagði á síðasta ári að þær hefðu tvöfaldast. The Guardian skýrir frá þessu.