fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fundu lífshættulega veiru á Englandi – Getur valdið blæðingum úr leggöngum og meðvitundarleysi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 06:03

Veirur er mismunandi en þessi nýfundna gæti komið að góðu gagni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld staðfestu í gær að tveir hefðu greinst með hina lífshættulegu veiru sem veldur Lassa hita (Lassa fever). Veiran getur meðal annars valdið blæðingum úr leggöngum, meðvitundarleysi og dauða. Sjúkdómseinkennin líkjast að mörgu leyti einkennum ebólusmits.

Daily Mail og Sky News skýra frá þessu. Fram kemur að veiran hafi fundist í tveimur manneskjum sem komu nýlega til Englands frá vestanverðri Afríku. Fólkið er úr sömu fjölskyldu og býr í austurhluta Englands að sögn heilbrigðisyfirvalda.

Grunur leikur á að þriðja manneskjan sé einnig smituð af veirunni en beðið er eftir niðurstöðum úr rannsókn á sýni úr viðkomandi.

Annar, þeirra sem smit hefur verið staðfest hjá, hefur náð sér að fullu en hinn hefur verið fluttur á Royal Free London NHS Foundation Trust til að fá sérstaka meðferð þar. Sá sem bíður niðurstöðu sýnatöku er undir eftirliti hjá Bedfordshire Hospitals NHS Foundation Trust.

Lassa hiti er landlægur í Nígeríu og fleiri löndum í vestanverðri Afríku, til dæmis Líberíu og Gíneu. Fyrstu einkenni smits eru höfuðverkur, hálsbólga og uppköst. Veiran getur einnig valdið blæðingum úr munni, nösum og leggöngum. Einkennin færast síðan í vöxt og færast yfir í krampa, skjálfta, skerta meðvitund og á endanum meðvitundarleysi ef viðkomandi fær ekki nauðsynlega aðhlynningu fljótt. Daily Mail segir að fjórðungur smitaðra missi einnig heyrn tímabundið.

Flestir ná sér af veikinni en þó ekki allir en dánarhlutfallið er um 1%.

Líklegt þykir að fólk smitist í gegnum mat eða með því að snerta yfirborð flata sem þvag hefur lent á eða af rottum. Líkamsvökvar geta einnig borið smit með sér.

Fram að þessu höfðu aðeins átta tilfelli Lassa hita greinst í Bretlandi síðan 1980. Tvö síðustu tilfellin greindust 2009

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“