New York Times segir að Ómíkron hafi fundist í White-tailed hjartardýrum á Staten Island og landbúnaðarráðuneytið hefur staðfest að veiran hafi einnig fundist í hjartardýrum í Arkansas, Illinois, Kansas, Maine, Massachusetts, Minnesota, New Jersey, New York, Norður-Karólínu, Oklahoma, Pennsylvania, Tennessee og Virginíu.
„Dreifing veirunnar í hjartardýrum veitir henni tækifæri til að aðlagast og þróast. Hún mun líklega koma aftur og elta okkur í framtíðinni,“ sagði Vivek Kapur, örverufræðingur við Penn State University, í samtali við New York Times.
Veiran berst frá mönnum í hjartardýrin og breiðist síðan út á meðal þeirra miðað við niðurstöður rannsóknar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að veiran hafi borist úr hjartardýrum í fólk.