fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Repúblikanar reyna að auðvelda aðgengi fólks að vafasömum meðferðum gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 17:30

Ivermectin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um Bandaríkin hafa þingmenn úr röðum Repúblikana lagt til og sums staðar samþykkt lög sem þeir segja hindra yfirvöld í að skipta sér af læknum sem vilja ávísa sníkjudýralyfinu Ivermectin og Hydroxychlotoquine til meðferðar við COVID-19. Ekki hefur verið sýnt fram á að þessi lyf virki gegn COVID-19 eða komi í veg fyrir veikindi.

Sérfræðingar á smitsjúkdómasviði segja þessi lög og lagafrumvörp vera dæmi um hvernig hægrisinnaðir stjórnmálamenn séu að gera lyf að pólitísku máli en slíkt hefur færst í aukana í Bandaríkjunum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á.

The Guardian segir að nú sé þetta farið að snúast um hvort frekar eigi að treysta heilbrigðisyfirvöldum eða læknum sem víkja frá starfsreglum og hlaðvörpum og fréttaþulum ákveðinna sjónvarpsstöðva.

„Við verðum að láta stjórnmálamenn stíga til hliðar og láta vísindamenn og sérfræðinga í lýðheilsumálum taka ákvarðanir um hvað kemur að gagni við COVID,“ er haft eftir Sunil Parikh, prófessor í farsóttafræði og smitsjúkdómum við Yale School of Public Health.

Buzzfeed segir að Kansas sé meðal þeirra 11 ríkja þar sem Repúblikanar hafa lagt fram lagafrumvörp, sem hafa sum verið samþykkt, þar sem völd eftirlitsstofnana eru takmörkuð til að grípa til aðgerða gegn læknum sem ávísa Ivermectin og Hydroxychlotoquine. Ekkert hefur komið fram sem sannar að lyfin gagnist en margir hægrisinnaðir stjórnmálamenn hafa tekið þau upp á arma sína og lofsamað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí
Pressan
Fyrir 4 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt