The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að skólayfirvöld í Citipointe Christian College hafi einnig sett í samninginn að transnemendur verði aðeins viðurkenndir undir „líffræðilegu kyni“ sínu í skólanum og að nemendur eigi að samsama sig „því kyni sem guð veitti þeim.“
Skólinn er einn stærsti einkarekni skólinn í Queensland með rúmlega 1.700 nemendur.
The Guardian hefur eftir foreldrum að þeir hafi viðrað áhyggjur sínar af þessum ákvæðum við skólayfirvöld en verið sagt að það sé skilyrði fyrir inntöku að samningurinn sé undirritaður.