fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Pressan

43 ára gamall Saab seldist fyrir metfé – Aðeins ekinn 7 kílómetra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. febrúar 2022 11:00

Bíllinn góði. Mynd:Netauktion.se

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saab bifreiðar voru framleiddar í miklu magni og nutu mikilla vinsælda. Það hefur þó farið minna fyrir þeim síðustu árin en áður. En Saab 96 frá 1979 er greinilega eftirsóttur því fyrr í mánuðinum seldist einn slíkur fyrir 500.00 sænskar krónur, sem svarar til 6,9 milljóna íslenskra króna, á uppboði í heimalandinu.

Bíllinn er merkilegur fyrir þær sakir að á þeim 42 árum sem eru liðin síðan hann var seldur í fyrsta sinn þá er aðeins búið að aka honum 7 kílómetra!

„Út frá þeim upplýsingum, sem okkur tókst að afla okkur, þá fékk eigandinn bílinn fluttan með vörubíl heim til sín. Því næst var honum ekið inn í hlöðu, geymdur og gleymdur. Eigandinn var mikið á ferðinni og seldi á mörkuðum og átti marga bíla,“ sagði Frank Gausland hjá netauktion.se að sögn Dagbladet.

Bíllinn virðist hafa staðið inni í hlöðunni í 42 ár. Hann var settur á uppboð þegar eigandi hans lést.

Hann er aðeins ryðgaður en með þvotti og góðu bónlagi var hresst vel upp á útlitið. Það virðist hafa gefið góða raun miðað  við söluverðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptabann ESB á rússneska demanta rekur fólk í dauðann og veldur atvinnuleysi á Indlandi

Viðskiptabann ESB á rússneska demanta rekur fólk í dauðann og veldur atvinnuleysi á Indlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að Egyptar hafi notað vökvalyftur þegar þeir reistu fyrsta pýramídann

Telja að Egyptar hafi notað vökvalyftur þegar þeir reistu fyrsta pýramídann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neitaði að trúa að móðir hans hefði framið sjálfsvíg – Eyddi öllum arfinum í að koma upp um morðingjann

Neitaði að trúa að móðir hans hefði framið sjálfsvíg – Eyddi öllum arfinum í að koma upp um morðingjann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“