fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. janúar 2022 07:30

Mögnuð mynd af svartholi. Mynd:: NASA’s Goddard Space Flight Center/Jeremy Schnittman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna hefur reiknað út hversu mörg svarthol eru í alheiminum og niðurstaðan er að þau séu 40.000.000.000.000.000.000 eða 40 trilljónir. Þetta er auðvitað gríðarlega há tala en samt sem áður er þetta aðeins um eitt prósent af öllu því efni sem til er í hinum sjáanlega alheimi.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að tölvur hafi séð um útreikningana en vísindamenn segja að samt sem áður geti þessir útreikningar verið mikilvægt skref í að auka skilning okkar á þessum dularfullu fyrirbærum sem svarthol eru.

Alex Sicilia, stjarneðlisfræðingur og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta væri einn af fyrstu útreikningunum á massa svarthola í gegnum söguna.

Vísindamennirnir nýttu sér þá vitneskju sem er til staðar um svarthol, til dæmis hvernig þau myndast og þyngdaraflsbylgjur sem myndast þegar svarthol hrynja saman. Út frá þessu reiknuðu þeir út hversu títt svarthol verða til og hversu mörg hafa orðið til frá upphafi alheimsins. Niðurstaðan er sem sagt 40 trilljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum