ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að tölvur hafi séð um útreikningana en vísindamenn segja að samt sem áður geti þessir útreikningar verið mikilvægt skref í að auka skilning okkar á þessum dularfullu fyrirbærum sem svarthol eru.
Alex Sicilia, stjarneðlisfræðingur og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta væri einn af fyrstu útreikningunum á massa svarthola í gegnum söguna.
Vísindamennirnir nýttu sér þá vitneskju sem er til staðar um svarthol, til dæmis hvernig þau myndast og þyngdaraflsbylgjur sem myndast þegar svarthol hrynja saman. Út frá þessu reiknuðu þeir út hversu títt svarthol verða til og hversu mörg hafa orðið til frá upphafi alheimsins. Niðurstaðan er sem sagt 40 trilljónir.