fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Kínverjar heita því að „hreinsa“ Internetið fyrir Ólympíuleikana í Peking

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. janúar 2022 18:30

Kínverjar ætla að hreinsa Internetið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú stofnun í Kína sem fer með æðstu völd hvað varðar eftirlit með Internetinu og því sem þar fer fram hefur heitið því að taka á „ólöglegu“ innihaldi á netinu. Þetta er liður í aðgerðum til að „hreinsa“ Internetið áður Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Peking í febrúar.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að hún muni nú hefja mánaðarlanga herferð til að búa til „heilbrigt, hamingjusamt og friðsælt umhverfi á netinu.“

Herferðin er einnig tengd við kínverska nýárið sem hefst 31. janúar og stendur til 6. febrúar en milljónir Kínverja eru í fríi í tengslum við það og leggja jafnvel land undir fót.

Stofnunin var sett á laggirnar 2014 af Xi Jinping forseta og er hún mjög valdamikil. Hún á að vernda Internetið og gagnaöryggi en ritskoðun er stunduð af krafti í Kína og landsmenn hafa ekki aðgang að hverju sem er á Internetinu.

Samkvæmt áætlun stofnunarinnar verður að hafa góða stjórn á vinsælum vefsíðum og sjá til þess að þar komi „jákvæðar upplýsingar“ fram og að eyða eigi ósæmilegu, blóðugu og ofbeldisfullu efni sem og öðru efni sem er ólöglegt eða veitir slæmar upplýsingar.

Meðal þess sem ekki verður liðið er að fólk stæri sig af auð sínum eða lofsami peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn