fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 22:00

Ætli hann sé einhleypur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft heyrst að við eigum að sofa átta klukkustundir samfellt til að heilinn og líkaminn virki á sem bestan hátt. En svona hefur þetta ekki alltaf verið. Áður en rafljósið var fundið upp var dægurrytmi fólks öðruvísi. Það fór að sofa um klukkan 20 og svaf til miðnættis, vaknaði og vakti í nokkrar klukkustundir áður en það fór aftur að sofa og svaf í fjórar klukkustundir.

Þetta segir í bókinn „At Day‘s Close: Night in Times Past“ eftir bandaríska sagnfræðinginn A. Roger Ekirch. Bókin kom fyrst úr árið 2004 og verður endurútgefin á þessu ári með 2.000 nyjum heimildum. TV2 skýrir frá þessu.

Fram kemur að ástæðan fyrir því að fólk vaknaði á nóttinni hafi verið að það var óöruggasti tími sólarhringsins. Það voru meiri líkur á innbrotum, að húsdýrum væri stolið eða öðrum glæpum. Fólk vaknaði því og nýtti tímann til að spila, lesa, brugga bjór, hugleiða drauma sína, stunda kynlíf eða bara tala saman. Sumir hittust einnig til að drekka áfengi og skemmta sér.

En hvað varðar það að sofa í átta klukkustundir samfellt þá er það ekkert lykilatriði að sögn Birgitte Kornum, hjá Kaupmannahafnarháskóla. TV2 hefur eftir henni að rannsóknir hafi sýnt að það skipti engu máli hvort sofið er í einum dúr eða með hléum. Svo lengi sem svefninn nær einni klukkustund hverju sinni sé hægt að skipta svefntímanum niður. Það sé því ekkert slæmt við að gera það ef það passar betur inn í hversdaginn hjá fólki.

Hvað varðar hversu mikið á að sofa hefur meðalmanneskjan þörf fyrir 7-9 klukkustunda svefn á sólarhring. Það dregur úr svefnþörfinni eftir því sem fólk eldist og fólk á áttræðisaldri þarf að sofa um sex klukkustundir á sólarhring en nýburi um 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn