Þetta segir í bókinn „At Day‘s Close: Night in Times Past“ eftir bandaríska sagnfræðinginn A. Roger Ekirch. Bókin kom fyrst úr árið 2004 og verður endurútgefin á þessu ári með 2.000 nyjum heimildum. TV2 skýrir frá þessu.
Fram kemur að ástæðan fyrir því að fólk vaknaði á nóttinni hafi verið að það var óöruggasti tími sólarhringsins. Það voru meiri líkur á innbrotum, að húsdýrum væri stolið eða öðrum glæpum. Fólk vaknaði því og nýtti tímann til að spila, lesa, brugga bjór, hugleiða drauma sína, stunda kynlíf eða bara tala saman. Sumir hittust einnig til að drekka áfengi og skemmta sér.
En hvað varðar það að sofa í átta klukkustundir samfellt þá er það ekkert lykilatriði að sögn Birgitte Kornum, hjá Kaupmannahafnarháskóla. TV2 hefur eftir henni að rannsóknir hafi sýnt að það skipti engu máli hvort sofið er í einum dúr eða með hléum. Svo lengi sem svefninn nær einni klukkustund hverju sinni sé hægt að skipta svefntímanum niður. Það sé því ekkert slæmt við að gera það ef það passar betur inn í hversdaginn hjá fólki.
Hvað varðar hversu mikið á að sofa hefur meðalmanneskjan þörf fyrir 7-9 klukkustunda svefn á sólarhring. Það dregur úr svefnþörfinni eftir því sem fólk eldist og fólk á áttræðisaldri þarf að sofa um sex klukkustundir á sólarhring en nýburi um 16.