fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Samþykkt að flytja höfuðborg Indónesíu til Borneó

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 14:00

Jakarta er höfuðborg Indónesíu enn sem komið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesíska þingið hefur samþykkt að Jakarta verði ekki höfuðborg landsins um alla framtíð. Ný höfuðborg verður Kalimantan á eyjunni Borneó. Ástæðan er að mikil náttúruvá steðjar að Jakarta sem og offjölgun íbúa.

Frumvarp um staðsetningu höfuðborgarinnar var samþykkt á þingi landsins á þriðjudaginn. Í lögunum er kveðið nákvæmlega á um hvernig staðið verður að uppbyggingu Kalimantan og fjármögnun flutninganna.

Widodo, forseti, kynnti áætlunina fyrst til sögunnar fyrir um þremur árum. Þá sagði hann að hér væri um mikilvægan flutning að ræða þar sem nýja höfuðborgin verði í miðju landinu þar sem fólki fjölgar mikið. Einnig ógna flóð og jarðskjálftar Jakarta sem og mikill mannfjöldi en um 30 milljónir búa í borginni og næsta nágrenni.

Ekki er eins mikið um náttúruhamfarir á Borneó og því er höfuðborginni valinn staður þar. Kostnaðurinn við flutningana er áætlaður sem nemur um 4.500 milljörðum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn