Frumvarp um staðsetningu höfuðborgarinnar var samþykkt á þingi landsins á þriðjudaginn. Í lögunum er kveðið nákvæmlega á um hvernig staðið verður að uppbyggingu Kalimantan og fjármögnun flutninganna.
Widodo, forseti, kynnti áætlunina fyrst til sögunnar fyrir um þremur árum. Þá sagði hann að hér væri um mikilvægan flutning að ræða þar sem nýja höfuðborgin verði í miðju landinu þar sem fólki fjölgar mikið. Einnig ógna flóð og jarðskjálftar Jakarta sem og mikill mannfjöldi en um 30 milljónir búa í borginni og næsta nágrenni.
Ekki er eins mikið um náttúruhamfarir á Borneó og því er höfuðborginni valinn staður þar. Kostnaðurinn við flutningana er áætlaður sem nemur um 4.500 milljörðum íslenskra króna.