fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 07:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt um meiriháttar breytingar á ýmsum sviðum til að takast á við sífellt lægri fæðingartíðni í landinu. Meðal þess sem verður gert er að hækka eftirlaunaaldurinn og heimila fólki að eignast þrjú börn.

Á síðasta ári fæddust 10,62 milljónir barna í landinu og 10,14 milljónir landsmanna létust. Fæðingarnar voru því aðeins fleiri en andlátin. Þessar 10,62 milljónir nýrra Kínverja svara til þess að 7,52 börn hafi fæðst á hverja 1.000 landsmenn að sögn hagstofu landsins. Dánartíðnin var 7,18 á hverja 1.000 landsmenn. Fólksfjölgunin var því aðeins 0,34 á hverja 1.000. The Guardian skýrir frá þessu.

Manntal, sem var gert í maí á síðasta ári, leiddi í ljós að Kínverjum hafði fjölgað um 0,53% á milli ára en frá 2000 til 2010 var fjölgunin 0,57%.

Kínverjar glíma líkt og fleiri Asíuþjóðir við lækkandi fæðingartíðni og framtíðarsýn þar sem fólki mun fækka og meðalaldurinn hækka. Tölur hagstofunnar sýna að hlutfall 60 ára og eldri af heildarmannfjöldanum hækkaði úr 18,7% 2020 í 18,9% á síðasta ári.

Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að hækka eftirlaunaaldurinn, heimila hjónum og pörum að eignast þrjú börn en áður hafði þeim verið heimilað að eignast tvö börn frá 2016 eftir áratuga eins barns stefnu. Hár framfærslukostnaður er sagður halda aftur af barneignum sem og sú staðreynd að fólk gengur síðar í hjónaband nú en áður. Einnig kemur lítil félagsleg virkni fólks við sögu. Stjórnvöld hafa reynt að bregðast við þessu með því að banna dýra einkakennslu og heitið betra aðgengi að barnagæslu og bættu fæðingarorlofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“