fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Stórfelldur þjófnaður á pökkum frá Amazon, UPS og FedEx

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 16:00

Pakkarnir eru oft rifnir upp á staðnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfelldur þjófnaður hefur átt sér stað á síðustu misserum úr járnbrautarlestum í Los Angeles County. Um er að ræða vöruflutningalestir sem flytja meðal annars sendingar frá Amazon, FedEx og UPS. Þjófnaðurinn er orðinn svo umfangsmikill að Union Pacific, eitt stærsta járnbrautalestafélag landsins, segist íhuga að hætta flutningum í gegnum Los Angeles County.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að talsmenn Union Pacific segi að ástæðan fyrir þessari miklu aukningu á þjófnuðum úr lestum í Los Angeles County megi rekja til þess hversu vægt ákæruvaldið tekur á slíkum málum. Segir fyrirtækið að ákvörðun Geroge Gascón, saksóknarar, frá í desember 2020 um breytingu á meðferð mála af þessu tagi sé um að kenna.

Í bréfi sem fyrirtækið sendi saksóknaraembættinu í Los Angeles í desember kemur fram að 160% aukning hafi orðið á þjófnaði úr lestum fyrirtækisins í Los Angeles á einu ári. Einnig kemur fram að öryggisverðir fyrirtækisins hafi haft hendur í hári rúmlega 100 þjófa og skemmdarvarga á þremur síðustu mánuðum ársins í samvinnu við lögregluna í Los Angeles. Eftir handtöku sé fólkinu sleppt innan 24 klukkustunda.

Union Pacific hefur sína eigin lögreglu sem hefur lögsögu yfir rúmlega 50.000 kílómetra lestarteinum félagsins.

CNN segir að aukningu á þjófnaði sé rakin til aukinnar fátæktar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí
Pressan
Fyrir 5 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt