CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að talsmenn Union Pacific segi að ástæðan fyrir þessari miklu aukningu á þjófnuðum úr lestum í Los Angeles County megi rekja til þess hversu vægt ákæruvaldið tekur á slíkum málum. Segir fyrirtækið að ákvörðun Geroge Gascón, saksóknarar, frá í desember 2020 um breytingu á meðferð mála af þessu tagi sé um að kenna.
Í bréfi sem fyrirtækið sendi saksóknaraembættinu í Los Angeles í desember kemur fram að 160% aukning hafi orðið á þjófnaði úr lestum fyrirtækisins í Los Angeles á einu ári. Einnig kemur fram að öryggisverðir fyrirtækisins hafi haft hendur í hári rúmlega 100 þjófa og skemmdarvarga á þremur síðustu mánuðum ársins í samvinnu við lögregluna í Los Angeles. Eftir handtöku sé fólkinu sleppt innan 24 klukkustunda.
Union Pacific hefur sína eigin lögreglu sem hefur lögsögu yfir rúmlega 50.000 kílómetra lestarteinum félagsins.
CNN segir að aukningu á þjófnaði sé rakin til aukinnar fátæktar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.