Fjölskylda Otto Warmbier sem lést árið 2017 eftir að hafa sætt hryllilegri meðferð í haldi Norður Kóreumanna frá lok árs 2015 fær 240 þúsund Bandaríkjadali úr sjóðum Norður Kóreumanna. Peninginn lagði Bandaríkin hald á í tengslum við viðskiptaþvinganir og rannsóknir á ólöglegri bankastarfsemi stjórnvalda í Pyongyang.
Fjölskyldan höfðaði mál gegn stjórnvöldum í Norður Kóreu vegna meðferðarinnar sem sonur þeirra mátti sæta eftir að hann var handtekinn fyrir að hafa rifið niður plaggat á vegg á hóteli hýsti Otto og vini hans í Pyongyang. Otto var síðar sleppt og hann fluttur heim til sín til Bandaríkjanna, en var þá í dái og lést sex dögum síðar.
Foreldrar Ottos höfðuð síðar mál gegn einræðisríkinu og dæmdi undir-alríkisdómstóll í New York Norður Kóreu til þess að greiða fjölskyldunni rúman hálfan milljarð dollara í bætur, andvirði um 62 milljarða íslenskra króna. Afar ólíklegt er að öll sú summa muni nokkru sinni innheimtast.
240 þúsund dalirnir, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna, er fyrsta greiðslan sem Warmbier fjölskyldan fær inn á 62 milljarða skuldina. Peningurinn var áður í eigu ríkisbanka Norður Kóreumanna, og komst alríkisdómstóll því að þeirri niðurstöðu að peningurinn væri stjórnvalda, og því gæti Warmbier fjölskyldan gengið að þeim.
Frá þessu greindi fréttavefurinn The Hill.