Því svaraði Tim Spector, prófessor og maðurinn á bak við breska ZOE einkenna appið, í samtali við News GP. ZOE appið gerir sjúklingum kleift að skrá líðan sína á meðan þeir glíma við COVID-19. Hann sagði að 2020 hafi fljótlega orðið ljóst að helstu einkenni Alphaafbrigðisins voru hósti, hiti og missir lyktarskyns auk tuttugu annarra atriða.
„Þegar Delta kom fram á sjónarsviðið tókum við eftir breytingu á helstu einkennunum. Kveflík einkenni á borð við nefrennsli, hálsbólgu og stöðugan hnerra urðu algengari ásamt höfuðverk og hósta, sérstaklega hjá þeim sem voru bólusettir,“ sagði hann.
Hvað varðar Ómíkron sagði hann að sjúkdómseinkennin líkist frekar venjulegu kvefi, sérstaklega hjá þeim sem eru bólusettir. Minna sé um einkenni á borð við ógleði, vöðvaverki og útbrot á húð.
Hann sagði að helstu einkenni Ómíkron hjá þeim sem hafa lokið bólusetningu séu: Nefrennsli, hálsbólga, hnerri, höfuðverkur, hósti, ógleði, vöðvaverkir, niðurgangur og útbrot.