YLE skýrir frá þessu. CE-vottun er staðfesting á að varan uppfylli þær kröfur sem löggjöf ESB gerir til hennar.
Hraðprófið virkar á svipaðan hátt og öndunarmælar lögreglunnar. Blásið er í lítið tæki þar sem nanóskynjarar greina útöndunarloftið og leita að kórónuveirunni. Tækið sendir síðan upplýsingar í gegnum sérstakt app til forrits sem birtir niðurstöðuna innan 45 sekúndna.
Þetta er fyrsta hraðprófið af þessari tegund sem hefur fengið CE-vottun.
Tæki af þessu tagi munu væntanlega koma sér mjög vel á stöðum þar sem hlutirnir þurfa að ganga hratt fyrir sig, til dæmis á flugvöllum og við landamæri.