fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

43 flóttamenn drukknuðu á sunnudaginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 22:40

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn drukknuðu 43 flóttamenn, þar á meðal 3 smábörn, þegar bát þeirra hvolfdi undan strönd Tarfaya í Marokkó. 10 komust lifandi í land.

Spænsku Caminando Fronteras mannúðarsamtökin skýrðu frá þessu. Samtökin hafa á síðustu árum bjargað fjölda mannslífa með því að tilkynna strandgæslu og öðrum björgunaraðilum um báta með flóttamenn sem eru í hafsnauð á Miðjarðarhafi eða Atlantshafi.

Báturinn var á leið til Kanaríeyja en um 100 kílómetrar eru þangað frá þeim stað þar sem bátnum hvolfdi skömmu eftir að hann lagði af stað.

Hjálparsamtökin Alarm Phone, sem aðstoða flóttafólk í hafsnauð, segja að 11 klukkustundir hafi liðið frá því að fyrsta neyðarkallið barst þar til björgunaraðgerðir hófust. Segja samtökin að hægt hefði verið að koma í veg fyrir manntjón.

Caminando Fronteras segja að rúmlega 4.000 flóttamenn hafi látist á síðasta ári þegar þeir reyndu að komast til Spánar, það eru tvöfalt fleiri en 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði