Spænsku Caminando Fronteras mannúðarsamtökin skýrðu frá þessu. Samtökin hafa á síðustu árum bjargað fjölda mannslífa með því að tilkynna strandgæslu og öðrum björgunaraðilum um báta með flóttamenn sem eru í hafsnauð á Miðjarðarhafi eða Atlantshafi.
Báturinn var á leið til Kanaríeyja en um 100 kílómetrar eru þangað frá þeim stað þar sem bátnum hvolfdi skömmu eftir að hann lagði af stað.
Hjálparsamtökin Alarm Phone, sem aðstoða flóttafólk í hafsnauð, segja að 11 klukkustundir hafi liðið frá því að fyrsta neyðarkallið barst þar til björgunaraðgerðir hófust. Segja samtökin að hægt hefði verið að koma í veg fyrir manntjón.
Caminando Fronteras segja að rúmlega 4.000 flóttamenn hafi látist á síðasta ári þegar þeir reyndu að komast til Spánar, það eru tvöfalt fleiri en 2020.