Græn epli eru súr og að mestu úr vatni. Þau eru því fullkominn til „afeitrunar“ og til að byggja upp vökvaforða líkamans. Þau innihalda einnig mikið af trefjum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Þessi efni bæta líkamlega og andlega líðan okkar.
Á vefsíðunni bedrelivsstil.dk eru talin upp nokkur atriði sem mæla með því að græn epli séu borðuð á tóman maga, meðal annars vegna þess að það geti hraðað efnaskiptum líkamans og komið í veg fyrir sjúkdóma.
Grænt epli inniheldur aðeins um 80 hitaeiningar. En það er samt fullt af kolvetni og amínósýrum. Að borða grænt epli á fastandi maga bætir meltinguna og lengir mettunartilfinninguna. Næringarefni eplisins koma efnaskiptum líkamans í gang strax að morgni og það getur auðveldað líkamanum að brenna hitaeiningum það sem eftir lifir dags.
Græn epli eru sögð geta komið í veg fyrir sykursýki en það þarf líka að gæta að mataræðinu og hreyfa sig. Að borða epli að morgni getur dregið úr löngun í sætindi og hjálpað líkamanum að nota insúlín á réttan hátt.
Græn epli innihalda efni sem eru góð fyrir hjartað og æðakerfið. Þau eru sögð geta unnið gegn of mikilli blóðfitu.
Epli innihalda andoxunarefni og eru því góð fyrir húðina.