Stór hollensk rannsókn leiddi í ljós að fólk sem fer í kalda sturtu að morgni er síður líklegt til að vera frá vinnu vegna veikinda en þeir sem fara í heita sturtu.
Tékknesk rannsókn leiddi í ljós að kaldar sturtur eða böð að morgni til styrkja ónæmiskerfið og eiga þar með sinn þátt í að halda sjúkdómum frá. Rannsóknin byggðist á því að vel á sig komnir ungir menn fóru í kalt bað þrisvar í viku í sex vikur. Það styrkti ónæmiskerfi þeirra aðeins. Þörf er á frekari og stærri rannsóknum á þessu.
Rannsókn frá 2020 sýndi að ef þátttakendur fóru í kalt bað eftir líkamsrækt batnaði blóðflæði til og frá vöðvum þeirra á fjórum vikum.
Þá benda niðurstöður rannsókna til að kalt bað geti hjálpað fólki við að léttast. Kalda vatnið eykur efnaskiptahraða líkamans sem aftur eykur brennsluna.