Þetta kemur fram í skýrslu frá Copernicus, loftslagsstofnun ESB, sem fylgist með loftslagsbreytingum og veðurfari. Stofnunin varar einnig við auknu magni metans í andrúmsloftinu.
Tölurnar frá Copernicus sýna að síðasta ár var ekki öðruvísi en árin þar á undan hvað varðar hita hér á jörðinni. Árið var það fimmta hlýjasta frá upphafi mælinga, hitinn var aðeins hærri en 2015 og 2018.
„2021 var enn eitt ári öfgahita. Þetta var hlýjasta sumar sögunnar í Evrópu, hitabylgjur við Miðjarðarhafið og óvenjulega miklir hitar í Norður-Ameríku,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri Copernicus og bendir á að þetta sé skýr áminning um að við verðum að breyta lífsháttum okkar og taka áhrifarík skref í átt til aukinna sjálfbærni.
Nákvæmar veðurfarsmælingar ná aftur til miðrar nítjándu aldar.
Á síðustu sjö árum hefur meðalhitinn verið 1,1 til 1,2 gráðum yfir meðalhitanum frá 1850 til 1900.
Víða um heiminn urðu miklar náttúruhamfarir af völdum veðurs. Má þar nefna gróðurelda í Ástralíu og Síberíu, gríðarlega hitabylgju í Norður-Ameríku auk mikillar úrkomu í Asíu, Afríku og Evrópu með tilheyrandi flóðum.