Sjónaukinn á að hjálpa okkur við að öðlast betri skilning á upphafi alheimsins en hann mun geta numið ljós sem varð til skömmu eftir Miklahvell.
En áður en byrjað verður að nota hann þarf að fínstilla hann og það verkefni er nú hafið að sögn The Guardian. Sérfræðingar í stjórnstöð NASA í Maryland eru byrjaðir að senda litlum mótorum í sjónaukanum skilaboð til að láta þá fínstilla aðalspegilinn sem er 6,5 metrar í þvermál. Hann er í 18 hlutum sem voru lagðir saman þegar sjónaukanum var skotið á loft en þeir hafa nú breitt úr sér.
Núna er verkefnið að losa þessa 18 hluta úr festingum sínum og láta þá mjaka sér áfram þar til þeir sameinast allir í einn hluta og úr verður eitt samfellt yfirborð sem nemur ljós frá því skömmu eftir Miklahvell. Ferlið mun taka nokkra mánuði að sögn Lee Feinberg hjá NASA.
Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður sjónaukinn tilbúinn til notkunar í maí.