BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að bannið nái til 30 tegunda, þar á meðal eru gúrkur, sítrónur og appelsínur.
Ef búið er að skera ávexti og forvinna og setja í stórar pakkningar eru þeir undanþegnir banninu.
Emmanuel Macron hefur látið hafa eftir sér að bannið sé „ekta bylting“ og að það sýni hversu staðráðnir Frakkar séu í að draga úr notkun einnota plasts fram til 2040 en þá á það að heyra sögunni til.
Bannið er hluti af margra ára áætlun ríkisstjórnar Macron um að draga markvisst úr plastnotkun. 2021 var bannað að nota sogrör, hnífapör og umbúðir utan um mat, sem er sendur heim til fólks eða sóttur á veitingastaði, úr plasti í Frakklandi. BBC segir að síðar á þessu ári verði að tryggja aðgengi að drykkjarvatni á opinberum stöðum til að draga úr notkun plastflaskna.