fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 17:15

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðið ár var það hlýjasta á Nýja-Sjálandi síðan mælingar hófust. Sérfræðingar segja að reikna megi með áframhaldandi hlýindum og hitametum.

The Guardian segir að veðurstofa landsins (NIWA) segi að síðasta ár hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga og að sjö af síðustu níu árum hafi verið meðal þeirra hlýjustu frá upphafi. Hækkandi hiti í landinu eykur líkurnar á miklum flóðum, gróðureldum og óveðrum.

Samkvæmt upplýsingum frá NIWA var meðalhiti síðasta árs 13,56 gráður en fyrr metið var frá 2016 en það var 13,45 gráður. Þetta er hæsti meðalhiti sem mælst hefur síðan NIWA hóf sjö-stöðva veðurmælingar 1909.

Dr. Nathanael Melia, hjá Victoria háskólanum í Wellington, segir að þessi sífellda hækkun meðalhita muni ekki hætta á næstunni nema gripið verði til harðra aðgerða vegna loftslagsbreytinganna.  Dr. James Renwick, hjá sama háskóla, sagði að vænta megi sömu þróunar í framtíðinni og að þegar komi fram á fimmta áratug þessarar aldar verði síðasta ár talið frekar kalt. Hann sagði að hærri hiti geti valdið öfgafyllra veðurfari. Til dæmis sé meiri raki í heitu lofti sem valdi síðan alvarlegum flóðum á sumum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“