Live Science skýrir frá þessu. Stjörnufræðingarnir byrjuð að fylgjast með stjörnunni, sem var í um 120 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni, 130 dögum áður en hún hrundi endanlega og sprakk.
Athuganir þeirra leiddu meðal annars í ljós að stjarnan sendi frá sér öflugan ljósgeisla þegar mikið magn af gasi sprakk út frá yfirborði hennar. Þetta kom mjög á óvart því fyrri rannsóknir á sprengistjörnum höfðu ekki sýnt svona mikla losun ljóss frá þeim. Wynn Jacobsen-Gallen, hjá Kaliforníuháskóla, sagði að þetta væri mikill áfangi í að auka skilning okkar á hvernig risastórar stjörnur hegða sér rétt áður en þær deyja. Hann er aðalhöfundur rannsóknarinnar.
Byrjað var að fylgjast með stjörnunni sumarið 2020 þegar hún byrjaði að senda mikla ljósgeisla frá sér. Tveimur sjónaukum á Hawaii var beint að henni og var fylgst með henni í 130 daga eða þar til hún sprakk.