fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Havanaheilkennið herjar á bandaríska diplómata í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 17:32

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið svokallaða Havanaheilkenni hefur að undanförnu gert vart við sig hjá bandarískum diplómötum í París og Genf. Flytja þurfti einn þeirra til Bandaríkjanna til læknismeðferðar.

Wall Street Journal skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Talið er að Havanaheilkennið eigi rætur að rekja til árása á stjórnarerindrekana. Kenningar hafa verið settar fram um að óvinaríki Bandaríkjanna beiti  örbylgjum gegn diplómötunum.

Að minnsta kosti þrír starfsmenn sendiráðsins í Genf hafa sýnt einkenni Havanaheilkennisins og einn í París.

Fram að þessu hafa um 200 bandarískir diplómatar, njósnarar og hermenn orðið fyrir barðinu á heilkenninu. Það einkennir það að sársaukafullt hljóð fyllir eyrun og fólk verður þreytt og svimar.

Heilkennið uppgötvaðist fyrst í Havana, höfuðborg Kúbu, árið 2016. Þar hafa 22 diplómatar og fjölskyldumeðlimir þeirra hlotið varanlegt heyrnartjón eða heilaskaða á meðan þeir störfuðu í borginni.

Alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málin en hefur ekki tekist að upplýsa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift