Wall Street Journal skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Talið er að Havanaheilkennið eigi rætur að rekja til árása á stjórnarerindrekana. Kenningar hafa verið settar fram um að óvinaríki Bandaríkjanna beiti örbylgjum gegn diplómötunum.
Að minnsta kosti þrír starfsmenn sendiráðsins í Genf hafa sýnt einkenni Havanaheilkennisins og einn í París.
Fram að þessu hafa um 200 bandarískir diplómatar, njósnarar og hermenn orðið fyrir barðinu á heilkenninu. Það einkennir það að sársaukafullt hljóð fyllir eyrun og fólk verður þreytt og svimar.
Heilkennið uppgötvaðist fyrst í Havana, höfuðborg Kúbu, árið 2016. Þar hafa 22 diplómatar og fjölskyldumeðlimir þeirra hlotið varanlegt heyrnartjón eða heilaskaða á meðan þeir störfuðu í borginni.
Alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málin en hefur ekki tekist að upplýsa þau.