CDC segir að ef smitaðir einstaklingar virðist vera ringlaðir þá eigi strax að leita læknisaðstoðar en þetta er eitt einkenna Ómíkronsmits.
CDC segir að einnig eigi strax að leita aðstoðar ef fólk á erfitt með andardrátt, sé með stöðugan verk eða þrýsting fyrir brjósti, geti ekki haldið sér vakandi eða ef húð þess er föl eða bláleit sem og varir og neglur.
Eftir að Ómíkron kom fram á sjónarsviðið fór að bera á tilkynningum fólks um að það hefði skyndilega fundist það ringlað. Þetta virtist oftast eiga við um eldra fólk og jók líkurnar á að það þyrfti læknisaðstoð.
Þetta eru helstu einkenni Ómíkronsmits:
Höfuðverkur
Nefrennsli
Þreyta
Hnerri,
Hálsbólga
Langvarandi hósti
Rám rödd
Kuldahrollur
Hiti
Svimi
Heilaþoka
Breyting á lyktarskyni og jafnvel missir þess
Viðkvæm augu
Óvenjulegir vöðvaverkir
Lystarleysi
Brjóstverkir
Bólgnir kirtlar