fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 06:06

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru miklu minni líkur á að þeir sem smitast af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem smitast af Deltaafbrigðinu. Einnig eru miklu minni líkur á að Ómíkron verði fólki að bana en Delta.

Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sem var unnin af vísindamönnum við tvo háskóla. 70.000 COVID-19-sjúklingar tóku þátt í henni.

Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd sem þýðir að ekki hefur verið farið ofan í saumana á henni af óháðum vísindamönnum sem komu hvergi nálægt henni. En ef niðurstöðurnar eru réttar þá er fullt tilefni til bjartsýni. AFP skýrir frá þessu.

Rannsóknin sýnir að Ómíkron hefur meiri mótstöðu gegn bóluefnum en fyrir afbrigði en um leið eru veikindi fólks almennt vægari af völdum Ómíkron. Þeir sem voru smitaðir af Ómíkronafbrigðinu voru í 90% minni hættu á að deyja af völdum COVID-19 en þeir sem voru með Deltaafbrigðið.

Hvað varðar sjúkrahúsinnlagnir þá voru helmingi minni líkur á að þeir sem voru smitaðir af Ómíkron þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús og 75% minni líkur á að þeir þyrftu að leggjast inn á gjörgæsludeild.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeir sem voru lagðir inn á sjúkrahús vegna Ómíkronsmits dvöldu þar að meðaltali í einn og hálfan dag en þeir sem voru smitaðir af Deltaafbrigðinu lágu að jafnaði inni í fimm daga.

Rochelle Walensky, forstjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar (CDC) segir að í rannsókninni hafi verið tekið tillit til ýmissa þátta sem geta haft áhrif, til dæmis aldurs, kyns, fyrri sýkinga, bólusetninga og krónískra sjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“