Morðin voru framin 5. september 2012. Hjón og móðir annars þeirra voru skotin til bana. Þau voru af írönskum ættum en breskir ríkisborgarar. Einnig var franskur reiðhjólamaður skotinn til bana. Málið hefur þótt mjög snúið og lögreglan hefur ekki hugmynd um af hverju fólkið var myrt. Ekki var annað að sjá en hér hafi bresk fjölskylda einfaldlega verið í fríi í Frakklandi og ekki er vitað um nein tengsl hennar við undirheimana. Frá upphafi hefur verið talið að reiðhjólamaðurinn hafi verið skotinn til bana af því að hann hafi verið svo óheppinn að eiga leið fram hjá morðvettvanginum.
Lögreglan hefur ekki skýrt frá kyni eða aldri þess sem var handtekinn en handtakan átti sér stað í bænum Chambery í Ölpunum.
Lögreglan hefur áður handtekið fólk í tengslum við rannsókn málsins en þær handtökur færðu hana ekki nær því að leysa það.
Stúlkurnar tvær, sem lifðu árásina af, voru fjögurra og sjö ára þegar ódæðisverkið var framið. Sú yngri faldi sig í átta klukkustundir undir fótum móður sinnar en sú eldri særðist alvarlega þegar morðinginn skaut hana en lifði af.