Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að Francois Legault, forsætisráðherra ríkisins, hafi skýrt frá þessu. „Þetta fólk leggur mjög miklar byrðar á heilbrigðiskerfið okkar. Mér finnst sanngjarnt að meirihluti íbúanna fari fram á að það hafi afleiðingar,“ sagði hann.
Ekki hefur komið fram hversu hátt þetta gjald verður.
Quebec hefur orðið einna verst úti í faraldrinum af ríkjum Kanada.