fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Nýjar vendingar í máli Madeleine McCann – Vinna þýsku lögreglunnar gæti verið til einskis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 07:00

Madeilene og Christian Brueckner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar og óvæntar vendingar hafa nú orðið í máli Madeleine McCann. Þýska lögreglan hefur unnið hörðum höndum að rannsókn þess undanfarin misseri og sagt að hún sé sannfærð um að 44 ára Þjóðverji, Christian B., hafi numið Madeleine á brott úr sumarleyfisíbúð í Portúgal í maí 2007 og síðan myrt hana. En nú virðist sem rannsókn Þjóðverjanna geti hafa verið til einskis.

Það er hópur breskra rannsakenda sem hefur komið með nýjar upplýsingar í málinu. Þeir segja að Christian B. sé með fjarvistarsönnun kvöldið sem Madeleine var numin á brott. Hann hafi verið í „30 mínútna fjarlægð“ frá Praia da Luz, þaðan sem Madeleine var numin á brott, kvöldið örlagaríka.

Þýska lögreglan hefur haldið spilunum ansi þétt að sér hvað varðar rannsókn málsins en hefur þó sagt að upplýsingar úr símakerfum sýni að Christian B. hafi verið í Praia da Luz þetta kvöld og er fullviss um að hann hafi myrt Madeleine.

McCann-hjónin hafa ekki gefið upp von um að Madeleine finnist á lífi.

 

 

 

 

 

 

En nú hefur hópur fyrrum lögreglumanna komist að annarri niðurstöðu. The Sun segir að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að Christian B. hafi ekki getað numið Madeleine á brott því hann hafi verið í 30 mínútna fjarlægð frá Praia da Luza kvöldið sem hún hvarf.

Það var Mark Williams-Thomas, fyrrum rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Surrey, sem stýrði vinnu hópsins. Hópurinn er sagður hafa haft uppi á nýjum vitnum í Portúgal og Þýskalandi og telji að fjarvistarsönnun Christian B. sé góð og gild.

The Independent segir að í nýrri þriggja þátta heimildarmyndaröð, „Madeleine McCann: Investigating the Prime Suspect“, verði málið gegn Christian B. tekið fyrir og sýnt fram á að þýska lögreglan sé á villigötum. Þættirnir verða sýndir fljótlega á Channel 5 sjónvarpsstöðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“