Í stórum hluta hins vestræna heims er byrjað að bjóða upp á örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og margir sérfræðingar hafa sagt að hugsanlega verði þörf fyrir annan örvunarskammt.
Ummæli Bourla eru til þess fallin að valda efasemdum um þörfina á öðrum örvunarskammti en hann sagði að fyrirtækið vonist til að nýja bóluefnið veiti enn betri vörn gegn smiti. Núverandi bóluefni veiti vörn gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum ef fólk fái örvunarskammt.