fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Þjóðverjar ætla að leyfa sölu og neyslu á hassi – Áhrifanna mun gæta víða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 17:00

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við munum leyfa sölu á kannabis til fullorðinna,“ segir meðal annars í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands en hana mynda Jafnaðarmenn, Frjálslyndir og Græningjar. Lögleiðing á sölu og neyslu kannabis í þessu næstfjölmennasta ríki Evrópu mun væntanlega hafa áhrif um alla álfuna og þá sérstaklega innan ESB .

Enn liggur ekki fyrir hvað felst nákvæmlega í lögleiðingu en Financial Times segir að bara það að afstöðunni til kannabis verði nú gjörbreytt muni breyta miklu.

Ef af þessu verður, verður Þýskalands fjölmennasta ríki heims til að lögleiða sölu og neyslu kannabis. En þessi leið hefur verið farin í öðrum ríkjum. Í Kanada hófst þetta ferli 2018 og í 18 ríkjum Bandaríkjanna og Úrúgvæ hefur sala á kannabis og neysla þess verið heimiluð.

Í Colorado var byrjað að leyfa neyslu og sölu kannabis 2012 og önnur ríki fylgdu síðan i kjölfarið, þar á meðal Kalifornía. Hin frjálslynda hugveita Cato segir að enn sé of snemmt að slá nokkru föstu um áhrif lögleiðingar í hinum ýmsu ríkjum á neyslu og afbrot en segir að núverandi tölur sýni ekki miklar breytingar.

Á móti hefur þetta haft miklar efnahagslegar afleiðingar. Bara í Colorado er talið að lögleiðingin skili ríkinu um 20 milljónum dollara á mánuði. Þetta eru líklega peningar sem hefðu annars endað í vösum glæpagengja sem stýrðu markaðnum áður.

Þýska ríkisstjórnin telur að lögleiðing kannabis muni skila ríkissjóði um 4,7 milljörðum evra á ári í formi beinna tekna og minni kostnaðar við baráttu gegn glæpamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?