fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fundu veiruna sem olli spænsku veikinni á safni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 10:00

Viðbragðsaðilar sýna getu sína vegna faraldursins 1918. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega eina öld hafa lungu úr tveimur mönnum verið geymd í formalín á læknisfræðisafninu í Berlín í Þýskalandi. Lungun eru úr tveimur ungum hermönnum sem létust af völdum Spænsku veikinnar þann 27. júní 1918. Nú hafa vísindamenn fundið þessa gömlu veiru í lungunum og vonast til að hún muni auka þekkingu okkar um þessa skæðu farsótt sem herjaði á heiminn fyrir rúmri öld.

Þetta er merk uppgötvun því afbrigðið sem varð hermönnunum tveimur að bana var eitt af fyrstu afbrigðum veirunnar. Þetta getur veitt vísindamönnum nýja vitneskju um hvernig spænska veikin þróaðist en hún kom fram á sjónarsviðið í ársbyrjun 1918. Fyrsta bylgjan var frekar mild en í ágúst breiddist banvænna afbrigði veirunnar út um allan heim og varð milljónum að bana.

Þegar fjórðu og síðustu bylgjunni lauk 1920 hafði um þriðji hver jarðarbúi smitast af veirunni. Allt að 50 milljónir létust í faraldrinum.

Áður hafði vísindamönnum þrisvar sinnum tekist að raðgreina hluta af erfðamengi veirunnar en þá úr sjúklingum sem létust á síðari stigum faraldursins þegar nýja og banvænna afbrigðið hafði náð yfirhöndinni.

Mikil undirbúningsvinna liggur að baki nýju raðgreiningunni því erfitt er að verða sér úti um vefjasýni úr fólki sem lést fyrir rúmlega 100 árum. Vísindamönnunum tókst að staðsetja 13 slík sýni á söfnum víða um heiminn. Þrjú nothæf sýni fundust, úr hermönnunum tveimur og 17 ára konu sem lést í München 1918.

Rannsóknin hefur nú þegar leitt í ljós að afbrigðið, sem varð hermönnunum að bana, var með litla vörn gegn ónæmiskerfi líkamans. Síðara afbrigðið, það banvænna, var hins vegar með tvær stökkbreytingar sem gerðu það betur í stakk búið til að sleppa framhjá ónæmiskerfinu.

Fjallað var um þetta á vef Science.org og í Lifandi vísindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn